Danir hafa nú spilað fimm leiki en hafa ekki enn mætt Evrópuþjóð. Því var Nikolaj spurður hvort að það hafi ekki bara verið þvæla að fjölga liðum og þjóðir á borð við Barein og Úrúgvæ komust í milliriðla.
„Ég verð bara að segja að þá fylgist þú ekki með og mér finnst þú bera of litla virðingu fyrir þessum þjóðum sem eru með á HM og eru að reyna gera sitt besta,“ sagði Nikolaj og hélt áfram:
Danmark møder som ventet Egypten i kvartfinalen. Jeg synes ikke, egypterne har set skræmmende ud indtil videre. Der havde været grund til bekymring, hvis der var tilskuere i arenaen i Kairo - men i en tom hal...? Der skal Danmark være klare favoritter. #hndbld #Egypt2021
— Søren Paaske (@spaaske) January 24, 2021
„Ég vil ekki svara þessari spurningu sem mér finnst út í hött.“
Næsta spurning snerist svo um hvort að það þyrfti að búa til A og B keppni. Nikolaj var stuttorður í svari við þeirri spurningu: „Nei.“
Danir spila klukkan 19.30 sinn síðasta leik í milliriðlinum er þeir mæta fyrstu Evrópuþjóðinni, Króatíu, en Danir hafa nú þegar tryggt sér toppsætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum.
Þar mæta þeir heimamönnum, Egyptalandi.