Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2021 21:56 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland. Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland: Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland:
Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23