Snorri heillaði dómnefndina upp úr skónum í kólumbíska X-Factor Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Snorri kom til Kólumbíu fyrir fjórum árum. Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson tekur þátt í kólumbíska X-Factor og virðist ætla standa sig vel til að byrja með eins og sést í myndbandi á YouTube en þættirnir byrjuðu seint á síðasta ári. Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum. Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira
Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum.
Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira