Sautján ára táningur dó þegar tré féll á heimili fjölskyldu hans. Fjölskyldan var þá í kjallara hússins en húsið hrundi ofan á þau, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nokkrir úr fjölskyldunni eru sagðir alvarlega særðir.
Lögreglan segir fjölskylduna hafa brugðist rétt við með að leita skjóls í kjallarnum.
Skýstrókurinn skyldi eftir sig margra kílómetra langa slóð eyðileggingar og er hann sagður hafa verið stór.
AL.com segir fjölmörg hús í Fultondale ónýt.
Fultondale er úthverfi borgarinnar Birmingham og þar búa um níu þúsund manns. Fjölmiðlar ytra segja brak og bíla á víð og dreif um bæinn. CNN hefur eftir slökkviliðsstjóra bæjarins að um þrjátíu hafi slasast. Minnst sautján hafi verið fluttir á sjúkrahús.
Now that the sun is coming up, we re getting a better look at the damage on Lykes Blvd in #Fultondale. Several homes destroyed or heavily damaged. One person seriously injured. @WVTM13 pic.twitter.com/sG2zfQAKun
— Sarah Killian (@SarahWVTM13) January 26, 2021