Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 19:37 AstraZeneca hefur hafnað fréttum þess efnis að virkni bóluefnis fyrirtækisins sé afar takmörkuð hjá 65 ára og eldri. epa/ Dominic Lipinski Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44