Thea Imani: Það tekur alltaf tíma að vinna sig inn í liðið Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 22:37 Thea Imani í leik gegn FH fyrr á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Thea Imani Sturludóttir gekk til liðs við Val í upphafi árs, hún segist enn vera að vinna sig inn í stórliðið en er spennt fyrir framhaldinu í Olís deildinni Thea komst ekki á blað í leiknum gegn KA/Þór í Origo höllinni í kvöld en hún segir að leikmenn hafi ekki mætt tilbúnir til leiks „Þetta er mjög svekkjandi, við bara mættum bara alls ekki til leiks í byrjun og vorum á hælunum“ sagði Thea, ósátt við byrjunina á leiknum en liðið náði þó fljótlega að snúa leiknum sér í vil og höfðu þær undirtökin lengst af. Þrátt fyrir að leiða stærsta hluta leiksins tókst Valskonum ekki að hrista KA/Þór frá sér og ná almennilega forskoti, Thea segir að tæknifeilarnir hafi verið of margir í dag „Við vorum að gera of mikið af mistökum í vörn og sókn. Það er rosa erfitt að ná upp einhverju tempó þegar maður er alltaf að missa boltann frá sér og ná ekki góðu flæði“ Thea snéri aftur í Olís deildina fyrir skömmu eftir nokkurra ára fjarveru meðan hún lék í atvinnumennsku erlendis. Hún segir breytinguna mikla á deildinni frá því hún lék hér heima með Fylki og er spennt fyrir tímabilinu „Ég missti nú bara af 2-3 leikjum áður en ég kom inn, þetta er bara stíf deild. Mér finnst mörg sterk lið í deildinni og öll með sterka leikmenn sem á sínum besta degi geta unnið hvaða lið sem er. Maður þarf alltaf að mæta klár til leiks“ sagði Thea „Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur, þetta eru auðvitað bara skrítnir tímar í heiminum enn ég er jákvæð og spennt fyrir því að fá fleiri mínútur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að vinna sig inn í liðið.“ Sagði Thea sem hefur ekki spilað mikið í sínum fyrstu leikjum með Val en hún hefur verið að glíma við meiðsli. „Maður er alltaf að glíma við eitthvað, ég er tæp í hnénu og öxlinni. Markmiðið núna er bara að losna við það, að mestu, en annars er ég bara góð“ sagði Thea að lokum Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA/Þór 23-23 | Jafnt í toppslagnum á Hlíðarenda KA/Þór sótti stig á Hlíðarenda í háspennuleik. Frábær skemmtun frá fyrstu mínútu. 26. janúar 2021 19:55 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Thea komst ekki á blað í leiknum gegn KA/Þór í Origo höllinni í kvöld en hún segir að leikmenn hafi ekki mætt tilbúnir til leiks „Þetta er mjög svekkjandi, við bara mættum bara alls ekki til leiks í byrjun og vorum á hælunum“ sagði Thea, ósátt við byrjunina á leiknum en liðið náði þó fljótlega að snúa leiknum sér í vil og höfðu þær undirtökin lengst af. Þrátt fyrir að leiða stærsta hluta leiksins tókst Valskonum ekki að hrista KA/Þór frá sér og ná almennilega forskoti, Thea segir að tæknifeilarnir hafi verið of margir í dag „Við vorum að gera of mikið af mistökum í vörn og sókn. Það er rosa erfitt að ná upp einhverju tempó þegar maður er alltaf að missa boltann frá sér og ná ekki góðu flæði“ Thea snéri aftur í Olís deildina fyrir skömmu eftir nokkurra ára fjarveru meðan hún lék í atvinnumennsku erlendis. Hún segir breytinguna mikla á deildinni frá því hún lék hér heima með Fylki og er spennt fyrir tímabilinu „Ég missti nú bara af 2-3 leikjum áður en ég kom inn, þetta er bara stíf deild. Mér finnst mörg sterk lið í deildinni og öll með sterka leikmenn sem á sínum besta degi geta unnið hvaða lið sem er. Maður þarf alltaf að mæta klár til leiks“ sagði Thea „Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur, þetta eru auðvitað bara skrítnir tímar í heiminum enn ég er jákvæð og spennt fyrir því að fá fleiri mínútur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að vinna sig inn í liðið.“ Sagði Thea sem hefur ekki spilað mikið í sínum fyrstu leikjum með Val en hún hefur verið að glíma við meiðsli. „Maður er alltaf að glíma við eitthvað, ég er tæp í hnénu og öxlinni. Markmiðið núna er bara að losna við það, að mestu, en annars er ég bara góð“ sagði Thea að lokum
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA/Þór 23-23 | Jafnt í toppslagnum á Hlíðarenda KA/Þór sótti stig á Hlíðarenda í háspennuleik. Frábær skemmtun frá fyrstu mínútu. 26. janúar 2021 19:55 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA/Þór 23-23 | Jafnt í toppslagnum á Hlíðarenda KA/Þór sótti stig á Hlíðarenda í háspennuleik. Frábær skemmtun frá fyrstu mínútu. 26. janúar 2021 19:55