Gunnar segir að Ponzinibbio sé drullusokkur og svindlari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 07:00 Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio fyrir bardaga þeirra í Glasgow í júlí 2017. getty/Josh Hedges Gunnar Nelson segist vera í góðu formi en hann þurfi að fara í gegnum æfingabúðir til að vera tilbúinn í næsta bardaga. Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar. MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar.
MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira