Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar – Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? René Biasone skrifar 27. janúar 2021 07:00 Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Auschwitz hefur orðið að táknmynd þann stórfellda glæp gegn mannkyni sem átti sér stað í Evrópu. Talið er að af þeim 1,3 milljónum manna sem sendar voru til Auschwitz hafi 1,1 milljón dáið þar, en auk Auschwitz voru fjölmargar útrýmingar- þrælkunar- og fangabúðir nasista og fasista starfandi í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi frá árinu 1933 og á Ítalíu frá 1943. Síðustu fórnarlömbin voru frelsuð 10. maí 1945 þegar Bandamenn komu til Dachau og Mauthausen. Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? Í dag eru aðeins örfáir sjónarvottar enn á lífi. Þau sem hafa notið þeirra forréttinda að kynnast þeim persónulega, tala við þau eða hafa jafnvel farið með þeim í svokallaðar minningaferðir til t.d. Dachau eða Auschwitz, vita hversu mikilvægt er að hlusta á sjónarvotta og sjá þessa staði til að skilja betur hvað átti sér stað þarna og hvernig svona lagað getur gerst. Mörg þeirra sem lifðu helförina af bjuggu við mikið samviskubit allt sítt líf því þau lifðu af á meðan systkini, ættingjar, foreldrar og vinir þeirra voru myrt. Mörg ákváðu að grafa sorgina djúpt í hjörtu sín og ræddu þessi mál aldrei. En mörg önnur töldu að forsjónin hefði valið þau til að vera til vitnis og þau gerðu það að lífsverki sínu að kynna helförina fyrir komandi kynslóðum og fræða fólk, ekki síst ungt fólk, um hversu hættulegt hatur og fordómar geta verið. Sagan segir að orsök helfararinnar í Evrópu megi rekja til margra áratuga uppsveiflu haturs og fordóma meðal ákveðinna hópa fólks innan samfélagsins. Strax að lokinni fyrri heimsstyrjöld, nýttu stjórnmálaflokkar sér víðs vegar í Evrópu – sérstaklega í Þýskalandi og á Ítalíu – hatur í pólitískum tilgangi og ólu á fordómum gagnvart semitum/gyðingum (vegna kynþáttar), gagnvart rómafólki (vegna menningar þeirra), gagnvart vottum Jehóva (vegna trúar þeirra), gagnvart kommúnistum og anarkistum (vegna pólitískra skoðanna þeirra), gagnvart samkynhneigðum (vegna kynhneigðar) og einnig gagnvart fötluðu fólki. Þessi hópar hafa allir þjáðst vegna kerfisbundins ofbeldis: fyrst voru réttindi þeirra takmörkuð, svo voru þau fangelsuð, hneppt í þrældóm og svo loks útrýmt, bæði í fangabúðum og með stríðsárásum. Hatrið og fordómarnir voru svo miklir að þetta fólk var jafnvel ekki talið til manneskja. Lykilatriði í þessu ferli var að hvert skref var „normaliserað“, ár eftir ár. Í dag horfum við upp á uppsveiflu popúlistaflokka sem nýta sér í pólitískum tilgangi fordóma og hatur gegn ákveðnum hópum, eins og t.d. múslimum og innflytjendum. Kynþátta- og kynhneigðarfordómar eru því miður enn þekktir víðar í heiminum og Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu. Við verðum að gæta að því að við erum ekki laus undan hættunni á því að lenda aftur í sambærilegum aðstæðum þeim sem voru undanfari hins hryllilega ofbeldis gegn mannkyninu sem átti sér stað fyrir tæpum 100 árum. Þess vegna þurfum við að vera vakandi, við megum aldrei normalisera ofbeldi eða samþykkja það, og aldrei vera skeytingalaus gagnvart því. Við þurfum að skilja hvað gerðist, upptökin, ástæðurnar og og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að hörmungarnar endurtaki sig. Sem betur fer eru fjölmiðlar víða í Evrópu ötulir við að birta greinar sem minna á þessi mikilvægu mál. Síðustu fórnarlömb helfara nasista og fasista sem enn eru á lífi eru enn að sinna fræðslu, hitta skólahópa og gefa út bækur. Heimildarmyndir eru stundum sýndar í sjónvarpinu. Bíómyndir og teiknimyndir um helförina og um hatur og fordóma almennt eru gefnar út og sýndar. Skólar víðs vegar um Evrópu kynna nemendum söguna, allt niður í grunnskóla. Nokkur félagsamtök minna einnig á mikilvægi málaflokksins en það virðist duga skammt. Það er aldrei, aldrei nóg gert til að vekja athygli almennings á hættunni. Líkt og Covid-19, eru smitast hatur og fordómar og herja á heimsbyggðina líkt og faraldur. Þau dreifast æ ofan í æ út í samfélagið og oft með ógnarhraða. Þessi fasíska og andfrjálslynda hugmyndafræði er sama pestin og sú sem plagaði síðustu öld og er enn jafn hættuleg. Í fyrra vakti páfinn í Róm athygli þegar hann sagði: „Ég hræðist þegar ég hlusta á ræður stjórnmálaleiðtoga hinna nýju pópulistaflokka. Þær minna mig á ræður sem sáðu hatri á þriðja áratug síðustu aldar“. Páfinn sagði einnig að orðræðan um svokölluð „átök siðmenninganna“ þjóni einungis þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi og ýta undir hatur. Skeytingarleysi og getuleysi stjórnmálanna að takast á við þetta ýta undir ofbeldisróttækni og hryðjuverk. Það er mikilvægt, sérstaklega fyrir þau sem kjósa í fyrsta sinn til Alþingis og í sveitarstjórnarkosningum á næstu 18 mánuðum, að vanda sig við valið og velja meðal þeirra stjórnmálaflokka sem hafa efst meðal sinna gilda og stefnu að berjast gegn hatri og fordómum. Þessi gildi ættu að vera leiðarljós allra stefnumála og við ættum aldrei að miðla málum þegar að þeim kemur. René Biasone, félagi í Vinstri Grænum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seinni heimsstyrjöldin René Biasone Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Auschwitz hefur orðið að táknmynd þann stórfellda glæp gegn mannkyni sem átti sér stað í Evrópu. Talið er að af þeim 1,3 milljónum manna sem sendar voru til Auschwitz hafi 1,1 milljón dáið þar, en auk Auschwitz voru fjölmargar útrýmingar- þrælkunar- og fangabúðir nasista og fasista starfandi í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi frá árinu 1933 og á Ítalíu frá 1943. Síðustu fórnarlömbin voru frelsuð 10. maí 1945 þegar Bandamenn komu til Dachau og Mauthausen. Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? Í dag eru aðeins örfáir sjónarvottar enn á lífi. Þau sem hafa notið þeirra forréttinda að kynnast þeim persónulega, tala við þau eða hafa jafnvel farið með þeim í svokallaðar minningaferðir til t.d. Dachau eða Auschwitz, vita hversu mikilvægt er að hlusta á sjónarvotta og sjá þessa staði til að skilja betur hvað átti sér stað þarna og hvernig svona lagað getur gerst. Mörg þeirra sem lifðu helförina af bjuggu við mikið samviskubit allt sítt líf því þau lifðu af á meðan systkini, ættingjar, foreldrar og vinir þeirra voru myrt. Mörg ákváðu að grafa sorgina djúpt í hjörtu sín og ræddu þessi mál aldrei. En mörg önnur töldu að forsjónin hefði valið þau til að vera til vitnis og þau gerðu það að lífsverki sínu að kynna helförina fyrir komandi kynslóðum og fræða fólk, ekki síst ungt fólk, um hversu hættulegt hatur og fordómar geta verið. Sagan segir að orsök helfararinnar í Evrópu megi rekja til margra áratuga uppsveiflu haturs og fordóma meðal ákveðinna hópa fólks innan samfélagsins. Strax að lokinni fyrri heimsstyrjöld, nýttu stjórnmálaflokkar sér víðs vegar í Evrópu – sérstaklega í Þýskalandi og á Ítalíu – hatur í pólitískum tilgangi og ólu á fordómum gagnvart semitum/gyðingum (vegna kynþáttar), gagnvart rómafólki (vegna menningar þeirra), gagnvart vottum Jehóva (vegna trúar þeirra), gagnvart kommúnistum og anarkistum (vegna pólitískra skoðanna þeirra), gagnvart samkynhneigðum (vegna kynhneigðar) og einnig gagnvart fötluðu fólki. Þessi hópar hafa allir þjáðst vegna kerfisbundins ofbeldis: fyrst voru réttindi þeirra takmörkuð, svo voru þau fangelsuð, hneppt í þrældóm og svo loks útrýmt, bæði í fangabúðum og með stríðsárásum. Hatrið og fordómarnir voru svo miklir að þetta fólk var jafnvel ekki talið til manneskja. Lykilatriði í þessu ferli var að hvert skref var „normaliserað“, ár eftir ár. Í dag horfum við upp á uppsveiflu popúlistaflokka sem nýta sér í pólitískum tilgangi fordóma og hatur gegn ákveðnum hópum, eins og t.d. múslimum og innflytjendum. Kynþátta- og kynhneigðarfordómar eru því miður enn þekktir víðar í heiminum og Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu. Við verðum að gæta að því að við erum ekki laus undan hættunni á því að lenda aftur í sambærilegum aðstæðum þeim sem voru undanfari hins hryllilega ofbeldis gegn mannkyninu sem átti sér stað fyrir tæpum 100 árum. Þess vegna þurfum við að vera vakandi, við megum aldrei normalisera ofbeldi eða samþykkja það, og aldrei vera skeytingalaus gagnvart því. Við þurfum að skilja hvað gerðist, upptökin, ástæðurnar og og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að hörmungarnar endurtaki sig. Sem betur fer eru fjölmiðlar víða í Evrópu ötulir við að birta greinar sem minna á þessi mikilvægu mál. Síðustu fórnarlömb helfara nasista og fasista sem enn eru á lífi eru enn að sinna fræðslu, hitta skólahópa og gefa út bækur. Heimildarmyndir eru stundum sýndar í sjónvarpinu. Bíómyndir og teiknimyndir um helförina og um hatur og fordóma almennt eru gefnar út og sýndar. Skólar víðs vegar um Evrópu kynna nemendum söguna, allt niður í grunnskóla. Nokkur félagsamtök minna einnig á mikilvægi málaflokksins en það virðist duga skammt. Það er aldrei, aldrei nóg gert til að vekja athygli almennings á hættunni. Líkt og Covid-19, eru smitast hatur og fordómar og herja á heimsbyggðina líkt og faraldur. Þau dreifast æ ofan í æ út í samfélagið og oft með ógnarhraða. Þessi fasíska og andfrjálslynda hugmyndafræði er sama pestin og sú sem plagaði síðustu öld og er enn jafn hættuleg. Í fyrra vakti páfinn í Róm athygli þegar hann sagði: „Ég hræðist þegar ég hlusta á ræður stjórnmálaleiðtoga hinna nýju pópulistaflokka. Þær minna mig á ræður sem sáðu hatri á þriðja áratug síðustu aldar“. Páfinn sagði einnig að orðræðan um svokölluð „átök siðmenninganna“ þjóni einungis þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi og ýta undir hatur. Skeytingarleysi og getuleysi stjórnmálanna að takast á við þetta ýta undir ofbeldisróttækni og hryðjuverk. Það er mikilvægt, sérstaklega fyrir þau sem kjósa í fyrsta sinn til Alþingis og í sveitarstjórnarkosningum á næstu 18 mánuðum, að vanda sig við valið og velja meðal þeirra stjórnmálaflokka sem hafa efst meðal sinna gilda og stefnu að berjast gegn hatri og fordómum. Þessi gildi ættu að vera leiðarljós allra stefnumála og við ættum aldrei að miðla málum þegar að þeim kemur. René Biasone, félagi í Vinstri Grænum í Reykjavík.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar