Heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn í ótrúlegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 18:47 Mikkel Hansen er hann var rekinn af velli. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Heimsmeistarar Dana eru komnir í undanúrslitin á HM í Egyptalandi. Þeir unnu heimamenn með herkjum í tvíframlengdum leik, 39-38, en leikurinn bauð upp á nánast allt sem handbolti getur boðið upp á. Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021 HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira