Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 14:30 Nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur verið ráðinn. vísir/vilhelm Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. Guðni segir að rætt hafi verið við fjóra umsækjendur. Eins og fram hefur komið var auk Þorsteins Elísabet Gunnarsdóttir ein þeirra en stjórn KSÍ taldi á endanum ekki rétt að ráða hana í starf landsliðsþjálfara í ljósi þess að hún hygðist áfram þjálfa lið sitt Kristianstad út þetta ár. „Við vorum í raun og veru bara með lúxusvandamál – mjög góða kandídata. Á endanum varð Þorsteinn Halldórsson niðurstaðan og við erum bara mjög glöð með það,“ sagði Guðni við Vísi í dag. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ, á kynningarfundinum í Laugardal í dag.Vísir/Egill Engir erlendir umsækjendur komu til greina í starfið að þessu sinni: „Við veltum því fyrir okkur en í raun og veru voru engin nöfn sem komu upp eða umsækjendur sem við töldum vænlegt að ræða sérstaklega við. Við ræddum því bara við þá kandídata sem sóttu um hér innanlands,“ sagði Guðni. Þorsteinn með mjög sterka og skýra sýn Samningur Þorsteins við KSÍ gildir fram yfir undankeppni HM en sú undankeppni hefst í haust og henni lýkur haustið 2022. Komist Ísland á HM framlengist samningur Þorsteins fram yfir lokakeppnina, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Í millitíðinni er svo lokakeppni EM í Englandi sumarið 2021. „Þorsteinn er ráðinn fyrst og fremst vegna þess árangurs og frammistöðu sem hann hefur sýnt með liði sínu síðustu ár, sem þjálfari Breiðabliks. Liðið hefur auðvitað náð mjög góðum árangri undir hans stjórn, og hann hefur byggt það upp í tvígang ef svo má segja. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla, bikarmeistaratitla og sýnt góðan árangur í Meistaradeild Evrópu. Þar fyrir utan þá var það þannig þegar við töluðum saman og fórum yfir málin, að hann var með mjög sterka og skýra sýn á framgang liðsins og fótboltann. Fyrir okkur var hann því mjög góður kostur og ég er mjög ánægður með að hafa ráðið hann,“ sagði Guðni. Breiðabliki hefur vegnað afskaplega vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar undanfarin sex ár.vísir/Hulda Margrét En hvaða árangri vill Guðni sjá landsliðið ná undir stjórn Þorsteins? „Ég vonast til að við sjáum þróun í okkar leik. Að við vinnum vel áfram það sem hefur verið að gerast undanfarið. Það er ákveðin endurnýjun í gangi en við erum með blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum og mjög efnilegum leikmönnum sem eru núna mikið að fara utan í atvinnumennsku og hafa sýnt miklar framfarir. Yngri landsliðunum hefur gengið vel og ég vil bara sjá að okkar leikur þróist og styrkist enn frekar. Það voru mjög góð teikn á lofti um margt hjá okkur í síðustu undankeppni,“ sagði Guðni. KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. 28. janúar 2021 12:31 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sjá meira
Guðni segir að rætt hafi verið við fjóra umsækjendur. Eins og fram hefur komið var auk Þorsteins Elísabet Gunnarsdóttir ein þeirra en stjórn KSÍ taldi á endanum ekki rétt að ráða hana í starf landsliðsþjálfara í ljósi þess að hún hygðist áfram þjálfa lið sitt Kristianstad út þetta ár. „Við vorum í raun og veru bara með lúxusvandamál – mjög góða kandídata. Á endanum varð Þorsteinn Halldórsson niðurstaðan og við erum bara mjög glöð með það,“ sagði Guðni við Vísi í dag. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ, á kynningarfundinum í Laugardal í dag.Vísir/Egill Engir erlendir umsækjendur komu til greina í starfið að þessu sinni: „Við veltum því fyrir okkur en í raun og veru voru engin nöfn sem komu upp eða umsækjendur sem við töldum vænlegt að ræða sérstaklega við. Við ræddum því bara við þá kandídata sem sóttu um hér innanlands,“ sagði Guðni. Þorsteinn með mjög sterka og skýra sýn Samningur Þorsteins við KSÍ gildir fram yfir undankeppni HM en sú undankeppni hefst í haust og henni lýkur haustið 2022. Komist Ísland á HM framlengist samningur Þorsteins fram yfir lokakeppnina, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Í millitíðinni er svo lokakeppni EM í Englandi sumarið 2021. „Þorsteinn er ráðinn fyrst og fremst vegna þess árangurs og frammistöðu sem hann hefur sýnt með liði sínu síðustu ár, sem þjálfari Breiðabliks. Liðið hefur auðvitað náð mjög góðum árangri undir hans stjórn, og hann hefur byggt það upp í tvígang ef svo má segja. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla, bikarmeistaratitla og sýnt góðan árangur í Meistaradeild Evrópu. Þar fyrir utan þá var það þannig þegar við töluðum saman og fórum yfir málin, að hann var með mjög sterka og skýra sýn á framgang liðsins og fótboltann. Fyrir okkur var hann því mjög góður kostur og ég er mjög ánægður með að hafa ráðið hann,“ sagði Guðni. Breiðabliki hefur vegnað afskaplega vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar undanfarin sex ár.vísir/Hulda Margrét En hvaða árangri vill Guðni sjá landsliðið ná undir stjórn Þorsteins? „Ég vonast til að við sjáum þróun í okkar leik. Að við vinnum vel áfram það sem hefur verið að gerast undanfarið. Það er ákveðin endurnýjun í gangi en við erum með blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum og mjög efnilegum leikmönnum sem eru núna mikið að fara utan í atvinnumennsku og hafa sýnt miklar framfarir. Yngri landsliðunum hefur gengið vel og ég vil bara sjá að okkar leikur þróist og styrkist enn frekar. Það voru mjög góð teikn á lofti um margt hjá okkur í síðustu undankeppni,“ sagði Guðni.
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. 28. janúar 2021 12:31 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43
Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. 28. janúar 2021 12:31
„KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30
Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08