Myrti sex fjölskyldumeðlimi í heimahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:10 Lögregla á vettvangi morðanna í Indianapolis. AP Photo/Justin L. Mack Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum. Raymond Ronald Lee Childs III var handtekinn á mánudag og hefur hann verið ákærður fyrir sex morð, með ófæddu barni konunnar meðtöldu. Barnið átti að fæðast aðeins viku eftir að þau voru myrt. Hann hefur verið ákærður sem fullorðinn maður að sögn Ryan Mears saksóknara Marion sýslu. Childs var einnig ákærður fyrir eina morðtilraun en ungur drengur, sem einnig er ættingi hans, komst lífs af í árásinni. Childs hefur þá verið ákærður fyrir að hafa meðhöndlað skotvopn án byssuleyfis. Að sögn Mears hafði kastast í kekki milli Childs og föður hans, Raymond Childs 42 ára, áður en hann greip til vopnsins. Að sögn Mears rannsakar lögregla það nú hvers vegna feðgarnir hafi rifist. Raymond Childs eldri, eiginkona hans Kezzie Childs 42 ára, Elijah Childs 18 ára, og Rita Childs 13 ára voru öll úrskurðuð látin á heimilinu. Þá var Kiara Hawkins 19 ára einnig úrskurðuð látin stuttu eftir að líkin fundust en hún hafði verið flutt á sjúkrahús þar sem hún og ófæddur sonur hennar voru úrskurðuð látin þrátt fyrir tilraunir til þess að bjarga þeim. Hawkins hafði, að sögn lögreglu, verið í sambandi með aðila sem bjó á heimilinu. Randal Taylor, lögreglustjóri í Indianapolis, sagði í samtali við fjölmiðla að í meira en áratug hafi ekki svo margir verið myrtir í fjöldamorði í borginni án þess að það tengdist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að Childs sé enn undir lögaldri verður mál hans meðhöndlað líkt og hann sé fullorðinn. Lög Indiana segja til um að hafi einstaklingar náð 16 ára aldri verði þeir kærðir eins og þeir séu fullorðnir ef að um alvarlegan glæp er að ræða, þar á meðal morð og morðtilraun. Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Raymond Ronald Lee Childs III var handtekinn á mánudag og hefur hann verið ákærður fyrir sex morð, með ófæddu barni konunnar meðtöldu. Barnið átti að fæðast aðeins viku eftir að þau voru myrt. Hann hefur verið ákærður sem fullorðinn maður að sögn Ryan Mears saksóknara Marion sýslu. Childs var einnig ákærður fyrir eina morðtilraun en ungur drengur, sem einnig er ættingi hans, komst lífs af í árásinni. Childs hefur þá verið ákærður fyrir að hafa meðhöndlað skotvopn án byssuleyfis. Að sögn Mears hafði kastast í kekki milli Childs og föður hans, Raymond Childs 42 ára, áður en hann greip til vopnsins. Að sögn Mears rannsakar lögregla það nú hvers vegna feðgarnir hafi rifist. Raymond Childs eldri, eiginkona hans Kezzie Childs 42 ára, Elijah Childs 18 ára, og Rita Childs 13 ára voru öll úrskurðuð látin á heimilinu. Þá var Kiara Hawkins 19 ára einnig úrskurðuð látin stuttu eftir að líkin fundust en hún hafði verið flutt á sjúkrahús þar sem hún og ófæddur sonur hennar voru úrskurðuð látin þrátt fyrir tilraunir til þess að bjarga þeim. Hawkins hafði, að sögn lögreglu, verið í sambandi með aðila sem bjó á heimilinu. Randal Taylor, lögreglustjóri í Indianapolis, sagði í samtali við fjölmiðla að í meira en áratug hafi ekki svo margir verið myrtir í fjöldamorði í borginni án þess að það tengdist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að Childs sé enn undir lögaldri verður mál hans meðhöndlað líkt og hann sé fullorðinn. Lög Indiana segja til um að hafi einstaklingar náð 16 ára aldri verði þeir kærðir eins og þeir séu fullorðnir ef að um alvarlegan glæp er að ræða, þar á meðal morð og morðtilraun.
Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira