Lárus: Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 22:40 Þjálfari Þórs Þ., Lárus Jónsson, hrósaði Styrmi Snæ Þrastarsyni fyrir vörnina sem hann spilaði á Ty Sabin, stigahæsta leikmann Domino's deildarinnar. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ., var að vonum kampakátur með frammistöðuna og sigurinn á KR í kvöld. „Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
„Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18