Katrín Tanja skrifar um það góða og það slæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir með bros og jákvæðni þangað sem hún kemur en það þýðir ekki að hún þurfi ekki stundum að hafa fyrir því að deila jákvæðri orku. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir vaknar ekki alltaf ofurhress eins og sumir halda. Hún fer líka öfugu megin úr rúminu eins og við hin. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira