Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Gunnar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2021 22:16 Vísir/Hulda Margrét Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. Bilið skiptir máli. Stór sigur en ekki stórsigur. Þegar millimetrarnir skipta máli. Njarðvík vann Tindastól nýverið með þriggja stiga flautukörfu Loga Gunnarssonar. Í kvöld fór hann í loftið í stöðunni 86-81 og einar 15 sekúndur eftir. Af hringnum fór boltinn til Hattarmanna. Logi hefði ekki unnið leikmenn með að hitta en sett verulegan þrýsting á Hattarliðið sem hefur svo oft verið í góðu færi að vinna þar til á lokamínútunni. Gegn Grindavík í fyrstu umferðinni geigaði lokaskotið, Valur og KR sluppu með skrekkinn. En í kvöld hélt liðið út. Höttur tók forskotið strax í byrjun og 22-13 yfir eftir fyrsta leikhluta. Liðið spilaði hann mjög vel lokaði teignum og þriggja stiga skot Njarðvíkinga geiguðu. Hávaxin Hattarvörnin virtist virka vel gegn lágvöxnu byrjunarliði Njarðvíkingar, Hattarmenn vörðu tvö skot og voru með hendurnar í fleiri en einn sendingu. Þá hafði liðið forskot í fráköstum. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta þegar Njarðvíkurliðið spilaði mun betri vörn en fyrr. Henni fylgdu líka nokkur varnarfráköst sem flest enduðu í höndum Anthonio Hester, sem átti gott kvöld. Þegar um mínúta var eftir hafði Njarðvík 32-35 forskot. Þá hrökk allt í baklás og þriggja stiga karfa Michael Mallory á lokasekúndunni kom Hetti 38-36 yfir. Fyrst eftir leikhléið virtust gestirnir hafa skipt um gír, boltinn gekk hraðar í sókninni og Rodney Glasgow, sem aðeins hafði skorað tvö sig í fyrri hálfleik, setti niður átta stig á fyrstu þremur mínútunum. Um miðjan hálfleikinn í skoraði Hester og jafnaði í 54-54. Sigurður Gunnar Þorsteinsson steig inn í Hester þegar boltinn var að koma niður í gegnum körfuna. Fyrir það fékk Sigurður Gunnar tæknivillu og sína þriðju villu alls. Þótt Hester væri frábær í leiknum var hann ekki hittinn af vítalínunni í kvöld en í þetta skipti setti hann niður bæði vítin og Njarðvík virtist í góðum málum 54-56. Höttur hins vegar strax og fylgdi á eftir með sjö sigum í röð þannig að liðið komst 61-56 yfir. Mallory átti síðustu tvö stigin en hann átti eftir að bæta tíu við áður en leikhlutinn var úti. Þá var Höttur komið í 73-64. En Njarðvík átti eftir að fá tækifæri. Um miðjan hálfleikinn fékk Sigurður Gunnar tvær villur svo að segja í röð. Varamaður hans, Juan Luis, hafði komið nokkrum sinnum inn til að reyna að hemja Hester og var með fjórar villur. Hann var ekki lengi að fá þá fimmtu. Þurftu Hattarmenn því að treysta á framherja undir körfunni síðustu fjórar mínúturnar. En það hlutverk leystu þeir Hreinn Gunnar Birgisson og David Guardia vel. Meðal annars átti David síðustu körfu Hattar, hann náði boltanum eftir að skot Dinos hafði geigað og blakaði boltanum ofan í. Mestu munaði þó um að liðið þeirra hélt haus, hélt áfram að spila góða vörn, hirða fráköst og nýta þann tíma sem gafst í sókninni sem skilaði að lokum fyrsta sigrinum í hús. Michael Mallory átti frábæran dag fyrir Hött, skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst. Antonio Hester skoraði líka 33 sig og hirti 16 fráköst. Þeir skoruðu yfir tíu stig hvor í þriðja leikhluta þar sem þeir sýndu takta. Af hverju vann Höttur? Leikplanið gekk upp. Liðið spilaði góða vörn og skynsaman sóknarleik, einkum á lokamínútunum þegar hver skotklukkan var nýtt eins og hægt var. Svo duttu litlu hlutirnir með liðinu, sem þeir hafa ekki gert í vetur. Á sama tíma var lukkan ekki með Njarðvíkingum. Hvað gekk vel? Í síðustu tveimur heimaleikjum hefur Höttur fengið á sig yfir 100 stig. Í kvöld hélt vörnin og það lagði grunninn að sigrinum. Hester skoraði reyndar 33 stig en öðrum leikmönnum tókst að halda í skefjum. Michael Mallory átti líka flottan leik, skoraði líka 33 stig. Hvað gekk illa? Liðin eru bæði innan við 60% vítanýtingu sem telst varla gott. Njarðvíkurvörnin var frábær í öðrum leikhluta þegar Höttur skoraði aðeins 16 stig en sofandi í þeim þriðja því þá skoruðu heimamenn 35 stig. Hvað gerist næst? Höttur á tvo lykilheimaleiki framundan á næstu tíu dögum. Á fimmtudag kemur Þór Akureyri í heimsókn, fyrir viku voru bæði lið án sigurs en hafa nú samtals unnið þrjá. Þar á eftir koma Haukar sem líkt og Höttur hafa aðeins unnið einn leik. Njarðvík leikur næst gegn Stjörnunni og vill eflaust ná sigri í harðri baráttu í deildinni. Einar Árni: Gleymdu hugmyndinni! „Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið. Eysteinn Bjarni: Liðið hélt haus Eysteinn Bjarni Ævarsson átti ágætan dag í liði Hattar í kvöld, skoraði 12 stig og hirti fimm fráköst. „Að mínu var þetta liðsheildin sem skilaði þessum sigri. Við spiluðum frábærlega saman, allir sem einn – eins og fínasta vél. Það er frábært að hafa náð fyrsta sigrinum og geggjað að halda honum hér heima.“ Á liðið reyndi síðustu fimm mínútur leiksins þegar báðir miðherjar þess voru komnir út af með fimm villur. „Miðað við síðustu leik hefðum við auðveldlega getað brotnað og hætt á þessum tíma en við héldum haus. Við reyndum ekki að fara einir og sigra heiminn heldur spiluðum sem lið.“ Viðar Örn: Klifum stórt fjall í kvöld Blað var brotið í sögu Hattar í kvöld þegar liðið vann í fyrsta skipti leik í fyrri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik en þetta er í fjórða skiptið sem liðið spilar í deildinni. Viðar Örn Hafsteinsson var leikmaður þegar liðið lék fyrst í henni 2005-6 en hefur þjálfað í öll hin skiptin, 2015-16, 2017-8 og nú. „Þetta er mjög góð tilfinning. Við erum búnir bíða lengi eftir þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Hattar vinnur í fyrri umferð í efstu deild. Við vorum að klífa stórt fjall og ég er ánægður með það en núna er það áfram gakk.“ Hattarliðið hefur nokkrum sinnum spilað vel en gefið eftir í lokin og tapað þannig leikjum. Viðar Örn hefur talað um að ekki sé nóg að eiga góða kafla heldur verði að spila vel í 40 mínútur. „Nei, ég fékk ekki 40 góðar mínútur í kvöld en það var ekki á síðustu mínútunum sem allt fór í köku. Okkar slæmi kafli kom í þriðja leikhluta, Rodney (Glasgow) skoraði þá nokkur stig og við lentum sex stigum undir. En ég er ánægður með hvernig við svöruðum, stigum á gasið og komum okkur aftur yfir. Síðan skorað Njarðvíkingar þriggja stiga körfur í þremur sóknum í röð í fjórða leikhluta. En trúin og orkan var það mikil í okkar liði að það truflaði hana ekkert. Það eru sterkir karakterar í þessum hóp og við vinnum í þessu dag frá degi. Í raun er ótrúlegt hve seint þessi sigur kemur. En aðrir leikur eru búnir og nú er það bara áfram veginn.“ Því Höttur hefur áður misst frá sér góða stöðu í blálokin fór um Egilsstaðabúa þegar miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór út af með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta. Grátt bættist ofan á svart þegar varamaður hans, Juan Luis, fór sömu leið nánast strax á eftir. En þeir sem komu í staðinn og voru eftir kláruðu leikinn. „Þetta sýnir styrkleikann í karakterunum. Fyrst fór Siggi, sem er okkar leiðtogi og svo Juan Luis en Hreinn (Gunnar Birgisson) og David (Ramos) koma inn í staðinn. Þetta er fyrsti leikurinn okkar þar sem allir okkar leikmenn eru heilir á skýrslu og dýptin skiptir máli. Við höfum verið að vinna með hugtakið að við séum 5 á móti 8 á vellinum og við klárum leikinn þannig í kvöld. Við eigum kannski enga virðingu skylda en við þurfum að vinna okkur hana inn.“ Höttur fær þó litla hvíld, Þór Akureyri kemur í heimsókn á fimmtudag í leik sem skiptir bæði lið miklu máli í botnbaráttunni. „Eftir síðasta heimaleik fór ég ekki heim fyrr en um miðnætti, ég var svo sótillur. Núna ætla ég að drífa mig, knúsa og kyssa konuna og fagna fram að miðnætti því þetta var jákvætt. Svo höldum við áfram.“ Dominos-deild karla Höttur UMF Njarðvík
Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. Bilið skiptir máli. Stór sigur en ekki stórsigur. Þegar millimetrarnir skipta máli. Njarðvík vann Tindastól nýverið með þriggja stiga flautukörfu Loga Gunnarssonar. Í kvöld fór hann í loftið í stöðunni 86-81 og einar 15 sekúndur eftir. Af hringnum fór boltinn til Hattarmanna. Logi hefði ekki unnið leikmenn með að hitta en sett verulegan þrýsting á Hattarliðið sem hefur svo oft verið í góðu færi að vinna þar til á lokamínútunni. Gegn Grindavík í fyrstu umferðinni geigaði lokaskotið, Valur og KR sluppu með skrekkinn. En í kvöld hélt liðið út. Höttur tók forskotið strax í byrjun og 22-13 yfir eftir fyrsta leikhluta. Liðið spilaði hann mjög vel lokaði teignum og þriggja stiga skot Njarðvíkinga geiguðu. Hávaxin Hattarvörnin virtist virka vel gegn lágvöxnu byrjunarliði Njarðvíkingar, Hattarmenn vörðu tvö skot og voru með hendurnar í fleiri en einn sendingu. Þá hafði liðið forskot í fráköstum. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta þegar Njarðvíkurliðið spilaði mun betri vörn en fyrr. Henni fylgdu líka nokkur varnarfráköst sem flest enduðu í höndum Anthonio Hester, sem átti gott kvöld. Þegar um mínúta var eftir hafði Njarðvík 32-35 forskot. Þá hrökk allt í baklás og þriggja stiga karfa Michael Mallory á lokasekúndunni kom Hetti 38-36 yfir. Fyrst eftir leikhléið virtust gestirnir hafa skipt um gír, boltinn gekk hraðar í sókninni og Rodney Glasgow, sem aðeins hafði skorað tvö sig í fyrri hálfleik, setti niður átta stig á fyrstu þremur mínútunum. Um miðjan hálfleikinn í skoraði Hester og jafnaði í 54-54. Sigurður Gunnar Þorsteinsson steig inn í Hester þegar boltinn var að koma niður í gegnum körfuna. Fyrir það fékk Sigurður Gunnar tæknivillu og sína þriðju villu alls. Þótt Hester væri frábær í leiknum var hann ekki hittinn af vítalínunni í kvöld en í þetta skipti setti hann niður bæði vítin og Njarðvík virtist í góðum málum 54-56. Höttur hins vegar strax og fylgdi á eftir með sjö sigum í röð þannig að liðið komst 61-56 yfir. Mallory átti síðustu tvö stigin en hann átti eftir að bæta tíu við áður en leikhlutinn var úti. Þá var Höttur komið í 73-64. En Njarðvík átti eftir að fá tækifæri. Um miðjan hálfleikinn fékk Sigurður Gunnar tvær villur svo að segja í röð. Varamaður hans, Juan Luis, hafði komið nokkrum sinnum inn til að reyna að hemja Hester og var með fjórar villur. Hann var ekki lengi að fá þá fimmtu. Þurftu Hattarmenn því að treysta á framherja undir körfunni síðustu fjórar mínúturnar. En það hlutverk leystu þeir Hreinn Gunnar Birgisson og David Guardia vel. Meðal annars átti David síðustu körfu Hattar, hann náði boltanum eftir að skot Dinos hafði geigað og blakaði boltanum ofan í. Mestu munaði þó um að liðið þeirra hélt haus, hélt áfram að spila góða vörn, hirða fráköst og nýta þann tíma sem gafst í sókninni sem skilaði að lokum fyrsta sigrinum í hús. Michael Mallory átti frábæran dag fyrir Hött, skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst. Antonio Hester skoraði líka 33 sig og hirti 16 fráköst. Þeir skoruðu yfir tíu stig hvor í þriðja leikhluta þar sem þeir sýndu takta. Af hverju vann Höttur? Leikplanið gekk upp. Liðið spilaði góða vörn og skynsaman sóknarleik, einkum á lokamínútunum þegar hver skotklukkan var nýtt eins og hægt var. Svo duttu litlu hlutirnir með liðinu, sem þeir hafa ekki gert í vetur. Á sama tíma var lukkan ekki með Njarðvíkingum. Hvað gekk vel? Í síðustu tveimur heimaleikjum hefur Höttur fengið á sig yfir 100 stig. Í kvöld hélt vörnin og það lagði grunninn að sigrinum. Hester skoraði reyndar 33 stig en öðrum leikmönnum tókst að halda í skefjum. Michael Mallory átti líka flottan leik, skoraði líka 33 stig. Hvað gekk illa? Liðin eru bæði innan við 60% vítanýtingu sem telst varla gott. Njarðvíkurvörnin var frábær í öðrum leikhluta þegar Höttur skoraði aðeins 16 stig en sofandi í þeim þriðja því þá skoruðu heimamenn 35 stig. Hvað gerist næst? Höttur á tvo lykilheimaleiki framundan á næstu tíu dögum. Á fimmtudag kemur Þór Akureyri í heimsókn, fyrir viku voru bæði lið án sigurs en hafa nú samtals unnið þrjá. Þar á eftir koma Haukar sem líkt og Höttur hafa aðeins unnið einn leik. Njarðvík leikur næst gegn Stjörnunni og vill eflaust ná sigri í harðri baráttu í deildinni. Einar Árni: Gleymdu hugmyndinni! „Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið. Eysteinn Bjarni: Liðið hélt haus Eysteinn Bjarni Ævarsson átti ágætan dag í liði Hattar í kvöld, skoraði 12 stig og hirti fimm fráköst. „Að mínu var þetta liðsheildin sem skilaði þessum sigri. Við spiluðum frábærlega saman, allir sem einn – eins og fínasta vél. Það er frábært að hafa náð fyrsta sigrinum og geggjað að halda honum hér heima.“ Á liðið reyndi síðustu fimm mínútur leiksins þegar báðir miðherjar þess voru komnir út af með fimm villur. „Miðað við síðustu leik hefðum við auðveldlega getað brotnað og hætt á þessum tíma en við héldum haus. Við reyndum ekki að fara einir og sigra heiminn heldur spiluðum sem lið.“ Viðar Örn: Klifum stórt fjall í kvöld Blað var brotið í sögu Hattar í kvöld þegar liðið vann í fyrsta skipti leik í fyrri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik en þetta er í fjórða skiptið sem liðið spilar í deildinni. Viðar Örn Hafsteinsson var leikmaður þegar liðið lék fyrst í henni 2005-6 en hefur þjálfað í öll hin skiptin, 2015-16, 2017-8 og nú. „Þetta er mjög góð tilfinning. Við erum búnir bíða lengi eftir þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Hattar vinnur í fyrri umferð í efstu deild. Við vorum að klífa stórt fjall og ég er ánægður með það en núna er það áfram gakk.“ Hattarliðið hefur nokkrum sinnum spilað vel en gefið eftir í lokin og tapað þannig leikjum. Viðar Örn hefur talað um að ekki sé nóg að eiga góða kafla heldur verði að spila vel í 40 mínútur. „Nei, ég fékk ekki 40 góðar mínútur í kvöld en það var ekki á síðustu mínútunum sem allt fór í köku. Okkar slæmi kafli kom í þriðja leikhluta, Rodney (Glasgow) skoraði þá nokkur stig og við lentum sex stigum undir. En ég er ánægður með hvernig við svöruðum, stigum á gasið og komum okkur aftur yfir. Síðan skorað Njarðvíkingar þriggja stiga körfur í þremur sóknum í röð í fjórða leikhluta. En trúin og orkan var það mikil í okkar liði að það truflaði hana ekkert. Það eru sterkir karakterar í þessum hóp og við vinnum í þessu dag frá degi. Í raun er ótrúlegt hve seint þessi sigur kemur. En aðrir leikur eru búnir og nú er það bara áfram veginn.“ Því Höttur hefur áður misst frá sér góða stöðu í blálokin fór um Egilsstaðabúa þegar miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór út af með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta. Grátt bættist ofan á svart þegar varamaður hans, Juan Luis, fór sömu leið nánast strax á eftir. En þeir sem komu í staðinn og voru eftir kláruðu leikinn. „Þetta sýnir styrkleikann í karakterunum. Fyrst fór Siggi, sem er okkar leiðtogi og svo Juan Luis en Hreinn (Gunnar Birgisson) og David (Ramos) koma inn í staðinn. Þetta er fyrsti leikurinn okkar þar sem allir okkar leikmenn eru heilir á skýrslu og dýptin skiptir máli. Við höfum verið að vinna með hugtakið að við séum 5 á móti 8 á vellinum og við klárum leikinn þannig í kvöld. Við eigum kannski enga virðingu skylda en við þurfum að vinna okkur hana inn.“ Höttur fær þó litla hvíld, Þór Akureyri kemur í heimsókn á fimmtudag í leik sem skiptir bæði lið miklu máli í botnbaráttunni. „Eftir síðasta heimaleik fór ég ekki heim fyrr en um miðnætti, ég var svo sótillur. Núna ætla ég að drífa mig, knúsa og kyssa konuna og fagna fram að miðnætti því þetta var jákvætt. Svo höldum við áfram.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum