Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. janúar 2021 12:00 Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Slæm lagaleg staða sjávarspendýra var dregin mjög skýrt fram í skýrslu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, svokallaðri villidýraskýrslu, árið 2013. Þar var lagt til að semja ný villidýralög og byggja þar á helstu meginreglum umhverfisréttar og alþjóðasamningum á sviði náttúruverndar. Skýrsluhöfundar voru mjög skýrir í afstöðu sinni þegar kom að sjávarspendýrum: Langbesta leiðin til að bæta úr lagalegri stöðu sela og hvala væri að fella öll sjávarspendýr undir ný villidýralög. Það myndi ekki útiloka sjálfbærar nytjar þeirra – ekki frekar en annarra dýra sem lögin ná til og heimilt er að veiða – en myndi tryggja að meginreglur umhverfisréttar næðu til þeirra. Seinna, seinna, segir umhverfisráðherra Í síðustu viku mælti umhverfis- og auðlindaráðherra loks fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þar er mikið byggt á þeim faglega grunni sem liggur fyrir í villidýraskýrslunni, fyrir utan það veigamikla atriði að í frumvarpinu er ekki lagt til að láta lögin ná utan um sjávarspendýr. Þegar ég spurði umhverfis- og auðlindaráðherra út í ástæður þessa, þá sagðist hann vera hjartanlega sammála því að sjávarspendýr ættu að heyra undir lögin sem hann var að mæla fyrir. Það hefði einfaldlega ekki náðst samstaða um það á milli ráðuneyta, en sér þætti það eðlilegt „næsta skref“. Sama var uppi á teningnum 2012, þegar verkefni færðust innan stjórnarráðsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytið var búið til. Þá þótti ekki tímabært að færa sjávarspendýr yfir til umhverfisráðuneytisins, sem þó fjallar um öll önnur villt spendýr á landinu. Það þótti frekar eðlilegt sem næsta skref. Tafarökin héldu mögulega vatni fyrir níu árum, en í dag getur umhverfis- og auðlindaráðherra ekki sætt sig við að velferð sjávarspendýra sé „bara næst“. Ekkert þarf að laga, segir sjávarútvegsráðherra Í þessari viku spurði ég sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út í hans afstöðu og hvernig hann sæi fyrir sér að bæta lagarammann utan um sjávarspendýrin ef ekki með því að fella þau undir ný villidýralög. Þar kom í ljós að ráðherrann hefur engin áform um að endurskoða löggjöf um hvali eða seli í sínu ráðuneyti, enda telur hann óþarfa að hafa áhyggjur af stöðu sjávarspendýra – vegna þess að tillögur Hafró um nýtingu hvala byggi á bestu fáanlegum gögnum. Þarna horfir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra algjörlega framhjá faglegum niðurstöðu villidýraskýrslunnar og talar þvert gegn því sem kom fram hjá umhverfis- og auðlindaráðherra örfáum dögum áður. Lagalegt tómarúm í málefnum sela og hvala er staðreynd og það veldur oft vandræðum. Það stóð t.d. í veginum þegar þurfti að friða landsel sérstaklega, en hann hefur undanfarin ár lent á válista Náttúrufræðistofnunar, og kemur í veg fyrir að hvalaskoðunarfyrirtækjum sé gert að setja sér umgengnisreglur um dýrin í sinni starfsemi. Grjóthörð afstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins byggir ekki á bestu fáanlegu gögnum heldur varnarstöðu um hvalveiðar, hverfandi og ósjálfbæra atvinnugrein. Hliðarverkunin er sú að allt annað í kringum sjávarspendýr hefur verið vanrækt áratugum saman. Alþingi og almenningur þurfa að klára málið Ný villidýralög verða næstu vikurnar til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – og öllum heimilt að senda inn umsögn á vef Alþingis. Af viðbrögðum ráðherranna tveggja að dæma, þá þarf Alþingi að leysa vandann sem reyndist ríkisstjórninni ofviða. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk ekki pólitískan stuðning til að leggja fram fullburða frumvarp til villidýralaga, enda þykir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekkert þurfa að lagfæra. Það er mikilvægt að þingið fái skýr skilaboð frá almenningi, sérfræðingum og dýraverndarsinnum um að klára verkefnið sem ríkisstjórnin réð ekki við: Komum hvölum og selum inn í villidýralög. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Dýr Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Slæm lagaleg staða sjávarspendýra var dregin mjög skýrt fram í skýrslu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, svokallaðri villidýraskýrslu, árið 2013. Þar var lagt til að semja ný villidýralög og byggja þar á helstu meginreglum umhverfisréttar og alþjóðasamningum á sviði náttúruverndar. Skýrsluhöfundar voru mjög skýrir í afstöðu sinni þegar kom að sjávarspendýrum: Langbesta leiðin til að bæta úr lagalegri stöðu sela og hvala væri að fella öll sjávarspendýr undir ný villidýralög. Það myndi ekki útiloka sjálfbærar nytjar þeirra – ekki frekar en annarra dýra sem lögin ná til og heimilt er að veiða – en myndi tryggja að meginreglur umhverfisréttar næðu til þeirra. Seinna, seinna, segir umhverfisráðherra Í síðustu viku mælti umhverfis- og auðlindaráðherra loks fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þar er mikið byggt á þeim faglega grunni sem liggur fyrir í villidýraskýrslunni, fyrir utan það veigamikla atriði að í frumvarpinu er ekki lagt til að láta lögin ná utan um sjávarspendýr. Þegar ég spurði umhverfis- og auðlindaráðherra út í ástæður þessa, þá sagðist hann vera hjartanlega sammála því að sjávarspendýr ættu að heyra undir lögin sem hann var að mæla fyrir. Það hefði einfaldlega ekki náðst samstaða um það á milli ráðuneyta, en sér þætti það eðlilegt „næsta skref“. Sama var uppi á teningnum 2012, þegar verkefni færðust innan stjórnarráðsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytið var búið til. Þá þótti ekki tímabært að færa sjávarspendýr yfir til umhverfisráðuneytisins, sem þó fjallar um öll önnur villt spendýr á landinu. Það þótti frekar eðlilegt sem næsta skref. Tafarökin héldu mögulega vatni fyrir níu árum, en í dag getur umhverfis- og auðlindaráðherra ekki sætt sig við að velferð sjávarspendýra sé „bara næst“. Ekkert þarf að laga, segir sjávarútvegsráðherra Í þessari viku spurði ég sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út í hans afstöðu og hvernig hann sæi fyrir sér að bæta lagarammann utan um sjávarspendýrin ef ekki með því að fella þau undir ný villidýralög. Þar kom í ljós að ráðherrann hefur engin áform um að endurskoða löggjöf um hvali eða seli í sínu ráðuneyti, enda telur hann óþarfa að hafa áhyggjur af stöðu sjávarspendýra – vegna þess að tillögur Hafró um nýtingu hvala byggi á bestu fáanlegum gögnum. Þarna horfir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra algjörlega framhjá faglegum niðurstöðu villidýraskýrslunnar og talar þvert gegn því sem kom fram hjá umhverfis- og auðlindaráðherra örfáum dögum áður. Lagalegt tómarúm í málefnum sela og hvala er staðreynd og það veldur oft vandræðum. Það stóð t.d. í veginum þegar þurfti að friða landsel sérstaklega, en hann hefur undanfarin ár lent á válista Náttúrufræðistofnunar, og kemur í veg fyrir að hvalaskoðunarfyrirtækjum sé gert að setja sér umgengnisreglur um dýrin í sinni starfsemi. Grjóthörð afstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins byggir ekki á bestu fáanlegu gögnum heldur varnarstöðu um hvalveiðar, hverfandi og ósjálfbæra atvinnugrein. Hliðarverkunin er sú að allt annað í kringum sjávarspendýr hefur verið vanrækt áratugum saman. Alþingi og almenningur þurfa að klára málið Ný villidýralög verða næstu vikurnar til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – og öllum heimilt að senda inn umsögn á vef Alþingis. Af viðbrögðum ráðherranna tveggja að dæma, þá þarf Alþingi að leysa vandann sem reyndist ríkisstjórninni ofviða. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk ekki pólitískan stuðning til að leggja fram fullburða frumvarp til villidýralaga, enda þykir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekkert þurfa að lagfæra. Það er mikilvægt að þingið fái skýr skilaboð frá almenningi, sérfræðingum og dýraverndarsinnum um að klára verkefnið sem ríkisstjórnin réð ekki við: Komum hvölum og selum inn í villidýralög. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar