Vill kynnast leikmönnum og koma inn sínum hugmyndum í Frakklandi Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 15:01 Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ. Vísir/Egill Fyrsta verkefni Þorsteins Halldórssonar í starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta er ærið. Ísland leikur við Frakkland, Noreg og Sviss á æfingamóti í Frakklandi dagana 17.-23. febrúar. Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03
Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30
Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43
„KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30
Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08