Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 17:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. Greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um söluna var lögð fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einnig send Seðlabanka Íslands til umsagnar í samræmi við lög. Í greinargerðinni komu fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð yrði beitt og hvernig sölumeðferð yrði háttað að öðru leyti, að því er segir í tilkynningu. „Báðar nefndirnar mæltu með því að hafist yrði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað. Einnig veitti Seðlabanki Íslands umsögn, dags. 15. janúar sl. þar sem fram kemur að talið sé að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð,“ segir í tilkynningu. Með bréfi ráðherra er Bankasýslu ríkisins falið, í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlutunarskilmálum verði í samræmi við eftirfarandi ábendingar sem fram koma í umsögnum þingnefndanna eins og kostur er og að færð verði viðunandi rök fyrir því ef víkja þurfi frá þeim að verulegu leyti: Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu. Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%. Einnig er Bankasýslunni falið að skoða hvort það samræmist markmiðum ríkisins um hámörkun ábata af eignarhaldi og sölu á hlutum í Íslandsbanka að hann greiði út arð fyrir útboðið umfram 3-4 ma.kr. og ef það teljist ekki ráðlegt að færð séu viðunandi rök fyrir því áliti. Þá mun ráðuneytið, í samstarfi við Bankasýslu ríkisins, leggja fram tillögu að áætlun um reglubundna upplýsingamiðlun til þingnefndanna um framvindu og undirbúning útboðsins, ekki síst varðandi markaðsaðstæður. Lögð er áhersla á að slík upplýsingagjöf þurfi hverju sinni að taka mið af undirliggjandi hagsmunum ríkisins og því regluumhverfi sem gildir um skráningu hlutabréfa á skipulegan verðbréfamarkað, sölu hlutabréfa almennt og um upplýsingar félags með skráð skuldabréf á markaði. Íslenskir bankar Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00 Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um söluna var lögð fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einnig send Seðlabanka Íslands til umsagnar í samræmi við lög. Í greinargerðinni komu fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð yrði beitt og hvernig sölumeðferð yrði háttað að öðru leyti, að því er segir í tilkynningu. „Báðar nefndirnar mæltu með því að hafist yrði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað. Einnig veitti Seðlabanki Íslands umsögn, dags. 15. janúar sl. þar sem fram kemur að talið sé að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð,“ segir í tilkynningu. Með bréfi ráðherra er Bankasýslu ríkisins falið, í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlutunarskilmálum verði í samræmi við eftirfarandi ábendingar sem fram koma í umsögnum þingnefndanna eins og kostur er og að færð verði viðunandi rök fyrir því ef víkja þurfi frá þeim að verulegu leyti: Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu. Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%. Einnig er Bankasýslunni falið að skoða hvort það samræmist markmiðum ríkisins um hámörkun ábata af eignarhaldi og sölu á hlutum í Íslandsbanka að hann greiði út arð fyrir útboðið umfram 3-4 ma.kr. og ef það teljist ekki ráðlegt að færð séu viðunandi rök fyrir því áliti. Þá mun ráðuneytið, í samstarfi við Bankasýslu ríkisins, leggja fram tillögu að áætlun um reglubundna upplýsingamiðlun til þingnefndanna um framvindu og undirbúning útboðsins, ekki síst varðandi markaðsaðstæður. Lögð er áhersla á að slík upplýsingagjöf þurfi hverju sinni að taka mið af undirliggjandi hagsmunum ríkisins og því regluumhverfi sem gildir um skráningu hlutabréfa á skipulegan verðbréfamarkað, sölu hlutabréfa almennt og um upplýsingar félags með skráð skuldabréf á markaði.
Íslenskir bankar Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00 Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00
Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00
Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30