Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 17:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. Greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um söluna var lögð fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einnig send Seðlabanka Íslands til umsagnar í samræmi við lög. Í greinargerðinni komu fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð yrði beitt og hvernig sölumeðferð yrði háttað að öðru leyti, að því er segir í tilkynningu. „Báðar nefndirnar mæltu með því að hafist yrði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað. Einnig veitti Seðlabanki Íslands umsögn, dags. 15. janúar sl. þar sem fram kemur að talið sé að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð,“ segir í tilkynningu. Með bréfi ráðherra er Bankasýslu ríkisins falið, í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlutunarskilmálum verði í samræmi við eftirfarandi ábendingar sem fram koma í umsögnum þingnefndanna eins og kostur er og að færð verði viðunandi rök fyrir því ef víkja þurfi frá þeim að verulegu leyti: Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu. Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%. Einnig er Bankasýslunni falið að skoða hvort það samræmist markmiðum ríkisins um hámörkun ábata af eignarhaldi og sölu á hlutum í Íslandsbanka að hann greiði út arð fyrir útboðið umfram 3-4 ma.kr. og ef það teljist ekki ráðlegt að færð séu viðunandi rök fyrir því áliti. Þá mun ráðuneytið, í samstarfi við Bankasýslu ríkisins, leggja fram tillögu að áætlun um reglubundna upplýsingamiðlun til þingnefndanna um framvindu og undirbúning útboðsins, ekki síst varðandi markaðsaðstæður. Lögð er áhersla á að slík upplýsingagjöf þurfi hverju sinni að taka mið af undirliggjandi hagsmunum ríkisins og því regluumhverfi sem gildir um skráningu hlutabréfa á skipulegan verðbréfamarkað, sölu hlutabréfa almennt og um upplýsingar félags með skráð skuldabréf á markaði. Íslenskir bankar Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00 Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um söluna var lögð fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einnig send Seðlabanka Íslands til umsagnar í samræmi við lög. Í greinargerðinni komu fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð yrði beitt og hvernig sölumeðferð yrði háttað að öðru leyti, að því er segir í tilkynningu. „Báðar nefndirnar mæltu með því að hafist yrði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað. Einnig veitti Seðlabanki Íslands umsögn, dags. 15. janúar sl. þar sem fram kemur að talið sé að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð,“ segir í tilkynningu. Með bréfi ráðherra er Bankasýslu ríkisins falið, í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlutunarskilmálum verði í samræmi við eftirfarandi ábendingar sem fram koma í umsögnum þingnefndanna eins og kostur er og að færð verði viðunandi rök fyrir því ef víkja þurfi frá þeim að verulegu leyti: Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu. Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%. Einnig er Bankasýslunni falið að skoða hvort það samræmist markmiðum ríkisins um hámörkun ábata af eignarhaldi og sölu á hlutum í Íslandsbanka að hann greiði út arð fyrir útboðið umfram 3-4 ma.kr. og ef það teljist ekki ráðlegt að færð séu viðunandi rök fyrir því áliti. Þá mun ráðuneytið, í samstarfi við Bankasýslu ríkisins, leggja fram tillögu að áætlun um reglubundna upplýsingamiðlun til þingnefndanna um framvindu og undirbúning útboðsins, ekki síst varðandi markaðsaðstæður. Lögð er áhersla á að slík upplýsingagjöf þurfi hverju sinni að taka mið af undirliggjandi hagsmunum ríkisins og því regluumhverfi sem gildir um skráningu hlutabréfa á skipulegan verðbréfamarkað, sölu hlutabréfa almennt og um upplýsingar félags með skráð skuldabréf á markaði.
Íslenskir bankar Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00 Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00
Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24. janúar 2021 23:00
Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. 22. janúar 2021 16:30