Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 10:02 Frá Jökulsá á Fjöllum. LÖGREGLAN Á NORÐURLANDI EYSTRA Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu. Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu.
Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum