Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson ræðir áhrif skotárása á einkabíl hans og skrifstofur stjórnmálaflokka sem og heiftúðuga umræður í stjórnmálum og á samfélagsmiðlum í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Einar/Stöð 2 Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. Vanstillt umræða og falsfréttir á netinu hefur skotið rótum á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Umræðuaðferð sem felst í að lítillækka pólitíska andstæðinga, beygja þá í duftið og gefa í skyn að stjórnmál þeirra helgist af illum kvötum og samsæri gegn landi á þjóð þekkist vel bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hvort sem samhengi er á milli þessa og skotárása á fjölskyldubíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka eða ekki, er ljóst að umhverfi íslenskra stjórnmála hefur breyst. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist staldra við eftir skotárás á einkabíl fjölskyldu hans.Stöð 2/Einar Dag B. Eggertsson ræðir meðal annars þessi mál í fyrri hluta Víglínunnar. Að auki verður rætt um hvernig borgin hefur brugðist við kórónuveirukreppunni en hún skar sig nokkuð úr öðrum opinberum aðilum með aukningu fjárfestinga í fyrra og ráðgerir að fjárfesta enn meira á þessu ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók fyrst kvenna við embætti ríkislögreglustjóra síðast liðið vor eftir langa setu forvera hennar í embætti. Hún verður síðari gestur Víglínunnar í dag og ræðir meðal annars nýlegar árásir á bíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka. Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir mikilvægt að lögreglan haldi uppi samtali við alla þjóðfélagshópa af ólíkum uppruna. Ísland sé ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin þar sem mesta hryðjuverkaógnin sé að öllum líkindum innan frá.Stöð 2/Einar Áður var Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þar innleiddi hún aðferðir sem hún hafði þróað með embætti lögreglunnar í Reykjanesbæ varðandi heimilisofbeldi og setti þau mál í forgang. Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að vegna skorts á frumkvæðislöggæslu eigi lögreglan við alvarlegan þekkingarbrest að ræða þegar kemur að vörnum gegn hryðjuverkum. En dæmin frá hinum Norðurlöndunum sýna að hryðjuverkaógnin getur legið innanlands hjá hvítum öfgamönnum rétt eins og islamistum eða öðrum hópum í utan landamæranna. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Víglínan Borgarstjórn Lögreglan Tengdar fréttir Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. 31. janúar 2021 14:52 Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. 31. janúar 2021 13:34 Skotárás á bíl borgarstjóra og umræðan á netinu í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf, líkt og aðra sunnudaga. 31. janúar 2021 09:37 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vanstillt umræða og falsfréttir á netinu hefur skotið rótum á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Umræðuaðferð sem felst í að lítillækka pólitíska andstæðinga, beygja þá í duftið og gefa í skyn að stjórnmál þeirra helgist af illum kvötum og samsæri gegn landi á þjóð þekkist vel bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hvort sem samhengi er á milli þessa og skotárása á fjölskyldubíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka eða ekki, er ljóst að umhverfi íslenskra stjórnmála hefur breyst. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist staldra við eftir skotárás á einkabíl fjölskyldu hans.Stöð 2/Einar Dag B. Eggertsson ræðir meðal annars þessi mál í fyrri hluta Víglínunnar. Að auki verður rætt um hvernig borgin hefur brugðist við kórónuveirukreppunni en hún skar sig nokkuð úr öðrum opinberum aðilum með aukningu fjárfestinga í fyrra og ráðgerir að fjárfesta enn meira á þessu ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók fyrst kvenna við embætti ríkislögreglustjóra síðast liðið vor eftir langa setu forvera hennar í embætti. Hún verður síðari gestur Víglínunnar í dag og ræðir meðal annars nýlegar árásir á bíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka. Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir mikilvægt að lögreglan haldi uppi samtali við alla þjóðfélagshópa af ólíkum uppruna. Ísland sé ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin þar sem mesta hryðjuverkaógnin sé að öllum líkindum innan frá.Stöð 2/Einar Áður var Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þar innleiddi hún aðferðir sem hún hafði þróað með embætti lögreglunnar í Reykjanesbæ varðandi heimilisofbeldi og setti þau mál í forgang. Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að vegna skorts á frumkvæðislöggæslu eigi lögreglan við alvarlegan þekkingarbrest að ræða þegar kemur að vörnum gegn hryðjuverkum. En dæmin frá hinum Norðurlöndunum sýna að hryðjuverkaógnin getur legið innanlands hjá hvítum öfgamönnum rétt eins og islamistum eða öðrum hópum í utan landamæranna. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Víglínan Borgarstjórn Lögreglan Tengdar fréttir Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. 31. janúar 2021 14:52 Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. 31. janúar 2021 13:34 Skotárás á bíl borgarstjóra og umræðan á netinu í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf, líkt og aðra sunnudaga. 31. janúar 2021 09:37 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. 31. janúar 2021 14:52
Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. 31. janúar 2021 13:34
Skotárás á bíl borgarstjóra og umræðan á netinu í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf, líkt og aðra sunnudaga. 31. janúar 2021 09:37
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27