Lífið

Árni og Íris byggðu sér hús í öræfum undir Vatnajökli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni og Íris fá mikla orku frá jöklinum.
Árni og Íris fá mikla orku frá jöklinum.

Hjónin Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen ákváðu að fara aðra leið í lífinu en flestir og byggðu sér hús í öræfum undir Vatnajökli þar sem þau búa nú og starfa.

„Hvað varðar fjármögnum þá er kerfið ekkert mikið sett upp til að vera byggja lengst upp í sveit. Ég er uppalinn í bænum og mér finnst lífið mitt ekkert hafa breyst. Við horfum alveg líka á Netflix á kvöldin, vöknum og fáum okkur kaffi eins og allir aðrir. En í staðinn fyrir að vakna og fara upp á skrifstofu, þá förum við út á jökul,“ segir Árni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Skriðjöklarnir og Öræfajökull er okkar bakgarður. Það verður ekki mikið betra.“

Þegar maður býr svona afskekkt verða hlutir eins og versla í matinn allt í einu mun flóknari.

„Það eru 130 kílómetrar vestur á Vík og 130 kílómetrar austur á Höfn. Við förum aldrei á Vík, því þá líður manni eins og maður sé að fara í bæinn. Við förum alltaf á Höfn,“ segir Árni.

„Höfn er líka með gott veitingarstaðaúrval og maður getur gert sér svona kaupstaðardag og farið líka út að borða og farið í sund,“ segir Íris.

Þau hjónin stofnuðu fyrirtækið Tindaborg í janúar árið 2020 rétt áður en heimsfaraldur skall á en fyrirtækið sérhæfir sig í fjallaleiðsögn.

„Þessir jöklar gefa manni aukna orku og það er bara ólýsanlegt að vera hér og alltaf jafn gefandi,“ segir Íris en brot úr innslaginu má sjá hér að neðan.

Klippa: Árni og Íris byggðu sér hús í öræfum undir Vatnajökli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×