Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 13:01 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ekki er öruggt að hann fái bólusetningu við COVID-19 fyrir leikana. Annað íslenskt íþróttafólk sem stefnir á leikana þarf að keppa á alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Getty/Andrea Staccioli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31