Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Vísir/Egill Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur