Bauð skjólstæðingi hans þrettán milljónir fyrir fimm daga og talaði um að vera hennar „Sugar daddy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 08:31 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur og Evert Víglundssyni. Instagram/@snorribaron Það fauk í umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson þegar hann las tölvupóst frá ríkum manni í Bandaríkjunum sem vildi kynnast íslenskri íþróttakonu betur. Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira