Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 08:06 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vonast til að ríkið fái yfir 100 milljarða króna fyrir allan hlut sinn í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira