Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 12:49 Dustin Diamond starfaði einnig sem leikstjóri, uppistandari og tónlistarmaður. Getty/Noel Vasquez Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling) Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling)
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira