Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Sunna Sæmundsdóttir og skrifa 2. febrúar 2021 18:05 Í tilraunaskyni verða breytingar gerðar á skipulagi þingfunda fram að páskum, er miða að því að innleiða styttingu vinnuvikunnar. vísir/Vilhelm Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís. Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís.
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu