Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Mos­fells­bæ og að Hlíðar­enda á­samt spænska körfu­boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Topplið Aftureldingar fær Hauka í heimsókn.
Topplið Aftureldingar fær Hauka í heimsókn. Vísir/Vilhelm

Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Tvær úr Olís-deild karla í handbolta og ein úr spænska körfuboltanum. Um er að ræða enga smá leiki í Olís-deildinni.

Stöð 2 Sport

Við hefjum leik í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tekur á móti Haukum í Olis-deild karla. Hefst útsending klukkan 17.50 og leikurinn svo tíu mínútum síðar. Afturelding trónir á toppi deildarinnar með níu stig eftir fimm leiki. Mosfellingar hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli.

Haukar eru í öðru sæti eftir að hafa tapað einum af fyrstu fimm leikjum sínum en unnið hina fjóra. Það er því ljóst að um hörkuleik er að ræða.

Ekki verður minni spenna að Hlíðarenda þar sem Selfyssingar verða í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 19.20 en um er að ræða liðin í þriðja og sjötta sæti deildarinnar. Valsmenn hafa leikið sex leiki til þessa, unnið fjóra og tapað tveimur. Selfyssingar hafa hins vegar aðeins leikið fjóra. Þeir hafa tvívegis landað sigri, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Líkt og í Mosfellsbæ verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza heimsækja Movistar Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Útsending hefst 19.20 og leikurinn tíu mínútum síðar.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×