Fyrsti samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna sem þingið staðfestir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:17 Tilnefning Buttigieg í embætti samgönguráðherra var staðfest í dag. Stefani Reynolds - Pool/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03. Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03.
Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira