Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:54 Enn er mikill krapi í Jökulsá á Fjöllum og ekki óhætt að hafa veginn opinn nema í björtu. Lögreglan Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna. Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira