Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 15:03 Styrkirnir eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Vísir/vilhelm Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00