Guardian hefur eftir ráðherranum, Frank Vandenbroucke, sagði ráðgjafanefnd hafa komist að þeirri niðurstöðu að bóluefnið frá AstraZeneca og Oxford-háskóla væri „gott bóluefni“ fyrir einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára.
Hins vegar lægju ekki fyrir nægar upplýsingar til að segja með vissu að það virkaði jafn vel fyrir eldra fólk. Sagði hann von á frekari gögnum á næstu vikum en von væri á bóluefninu í næstu viku.
Um 25 eftirlitsaðilar samþykkt bóluefnið fyrir alla aldurshópa
Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað notkun bóluefnisins frá AstraZeneca fyrir alla aldurshópa en yfirvöld í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu hafa engu að síður mælst til þess að það sé aðeins gefið einstaklingum yngri en 65 ára.
Aðeins 6 prósent þátttakenda í þriðja fasa rannsóknum voru í eldri aldurshópnum en þar af fengu 341 bóluefnið og 319 lyfleysu.
Andrew Pollard, forsvarsmaður AstraZeneca/Oxford verkefnisins, sagði í dag að eldra fólk á Bretlandseyjum gæti verið fullvisst um að bóluefnið væri bæði öruggt og áhrifaríkt. Benti hann meðal annars á að það hefði hlotið náð hjá Lyfjastofnun Evrópu og um 25 öðrum eftirlitsaðilum.