Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:41 Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14