Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:00 Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“ Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“
Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira