Lærisveinn Jóhannesar mætti smitaður í lyftingasal félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:01 Jóhannes Þór Harðarson þjálfar lið Start en betur fór á horfðist í fyrstu. Skjámynd/@ikstart Leikmaður norska Íslendingaliðsins Start hefur viðurkennt að hafa brotið gróflega sóttvarnarreglur í síðasta mánuði. Adeleke Akinyemi baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hann sagði að hafi komið til vegna misskilnings. Akinyemi greindist með kórónuveiruna í janúar og átti að vera heima í einangrun. Hann mætti hins vegar í lyftingasal félagsins til að æfa með virkt smit. Start-spiller beklager brudd på karanteneregler: Jeg misforsto https://t.co/pz3ZEVVKkq— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 3, 2021 „Ég biðst afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að æfa á tíma þegar ég átti að vera í einangrun. Ég misskildi reglurnar og verð að taka ábyrgð á því sjálfur. Ég var þarna í góðri trú en því miður hugsaði ég ekki út í mögulegar afleiðingar fyrir mig og aðra. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Adeleke Akinyemi í yfirlýsingu á heimasíðu Start. Adeleke Akinyemi er 22 ára gamall framherji en hann kom til félagsins frá lettneska félaginu Ventspils ári 2018 þar sem hann hafði skorað 13 mörk í 17 deildarleikjum það tímabil. Akinyemi spilaði bara þrjá deildarleiki með Start á síðustu leiktíð og var lánaður til HamKam í B-deildinni. - Jeg er veldig lei megUttalelse fra Adeleke Akinyemi etter brudd på karantenereglene. https://t.co/yr1s5w5jlo— IK Start (@ikstart) February 3, 2021 Jóhannes Harðarson þjálfar Start liðið og hefði auðveldlega getað misst þarna marga leikmenn út á einu bretti. Það gerðist þó ekki sem betur fer því enginn af þeim sem notuðu lyftingasalinn á þessum tíma fengu kórónuveiruna. Einn af þeim er íslenski leikmaður Guðmundur Andri Tryggvason sem spilar með Start liðinu. „Þetta var óheppilegt mál og eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Við höfum passað okkur að fylgja öllum reglum og leiðbeiningum í gegnum allan kórónuveirutímann en þetta er áminning til okkar um þá ábyrgð sem við höfum á þessum tíma,“ sagði Christopher MacConnacher, framkvæmdastjóri félagsins. Norski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira
Adeleke Akinyemi baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hann sagði að hafi komið til vegna misskilnings. Akinyemi greindist með kórónuveiruna í janúar og átti að vera heima í einangrun. Hann mætti hins vegar í lyftingasal félagsins til að æfa með virkt smit. Start-spiller beklager brudd på karanteneregler: Jeg misforsto https://t.co/pz3ZEVVKkq— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 3, 2021 „Ég biðst afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að æfa á tíma þegar ég átti að vera í einangrun. Ég misskildi reglurnar og verð að taka ábyrgð á því sjálfur. Ég var þarna í góðri trú en því miður hugsaði ég ekki út í mögulegar afleiðingar fyrir mig og aðra. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Adeleke Akinyemi í yfirlýsingu á heimasíðu Start. Adeleke Akinyemi er 22 ára gamall framherji en hann kom til félagsins frá lettneska félaginu Ventspils ári 2018 þar sem hann hafði skorað 13 mörk í 17 deildarleikjum það tímabil. Akinyemi spilaði bara þrjá deildarleiki með Start á síðustu leiktíð og var lánaður til HamKam í B-deildinni. - Jeg er veldig lei megUttalelse fra Adeleke Akinyemi etter brudd på karantenereglene. https://t.co/yr1s5w5jlo— IK Start (@ikstart) February 3, 2021 Jóhannes Harðarson þjálfar Start liðið og hefði auðveldlega getað misst þarna marga leikmenn út á einu bretti. Það gerðist þó ekki sem betur fer því enginn af þeim sem notuðu lyftingasalinn á þessum tíma fengu kórónuveiruna. Einn af þeim er íslenski leikmaður Guðmundur Andri Tryggvason sem spilar með Start liðinu. „Þetta var óheppilegt mál og eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Við höfum passað okkur að fylgja öllum reglum og leiðbeiningum í gegnum allan kórónuveirutímann en þetta er áminning til okkar um þá ábyrgð sem við höfum á þessum tíma,“ sagði Christopher MacConnacher, framkvæmdastjóri félagsins.
Norski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira