Vilja handtaka Rittenhouse aftur Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 08:55 Kyle Rittenhouse skaut tvo menn til bana og særði þann þriðja en segist hafa gert það í sjálfsvörn. Getty/Tayfun Coskun Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira