Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Kristinn Björgúlfsson tók við karlaliði ÍR síðasta vor. VÍSIR/VILHELM Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira