Lárus: Finnst við eiga slatta inni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 23:05 Þórsarar eru eitt heitasta lið Domino's deildarinnar um þessar mundir. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira