Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 07:56 Heiða Björg Hilmisdóttir tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48