Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 14:01 Þessir stuðningsmenn KR þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að geta mætt á leiki liðsins. vísir/bára Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira