Fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á landareign viðskiptafélaga Hatuikulipi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2021 09:16 Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, hefur verið ákærður fyrir að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Samkvæmt fjölmiðlinum The Namibian er talið að sumir ákærðu í Samherjamálinu svokallaða hafi tekið milljónir namibíudala af bankareikningum áður en þeir voru handteknir í nóvember 2019 og komið þeim í hendur samverkamanna. Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira