Plummer var einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í The Last Station árið 2010 og All the Money in the World árið 2018. Hann átti að baki langan og litríkan feril á hvíta tjaldinu sem og á leiksviðinu þar sem hann hlaut tvenn Tony-verðlaun.
Plummer er ekki síður þekktur fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum The Insider, 12 Monkeys, Star Trek VI: The Undiscovered Country, The Man Who Would Be King frá árinu 1975 og Knives Out sem kom út árið 2019.
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC að Plummer hafi kvatt þennan heim á heimili sínu í Connecticut með eiginkonu sína Elaine Taylor sér við hlið.