Financial Times greindi frá þessum niðurstöðum og fengust þær staðfestar hjá AstraZeneca, sem fullyrðir þó að bóluefnið veiti ríka vernd gegn alvarlegri veikindum af völdum sjúkdómsins þó það hafi síður áhrif á þá einstaklinga sem veikjast minna. Rannsóknin hafi þó að mestu farið fram á ungum og heilbrigðum einstaklingum, og því óvíst hvort það virki jafn vel á þá sem eldri eru.
Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ætti að duga fyrir 600 manns. Bóluefnið fékk markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar.
Suður-afríska afbrigðið hefur skotið upp kollinum víða og hafa yfir hundrað tilfelli verið staðfest í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi, en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar.
Oxford-háskóli, sem hefur þróað bóluefnið í samstarfi við AstraZeneca, vinnur nú að því að laga framleiðsluferla að mögulegum breytingum á samsetningu bóluefnisins ef þörf krefur.
Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar, bæði því breska og suður-afríska.