Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. febrúar 2021 12:24 Húsnæði Háskóla Íslands þar sem íþróttafræðasetur var til húsa stendur meira og minna tómt og því hefur verið rætt um að það gæti hentað vel sem hjúkrunarheimili fyrir uppsveitir Árnessýslu enda á ríkið húsið. Það hefur þó ekkert verið ákveðið með það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins. Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira