Snorri Steinn: Markvarsla fyrri hálfleiks mörgu leyti mér að kenna Andri Már Eggertsson skrifar 7. febrúar 2021 15:50 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét Valur kom sér aftur á beinu brautina með sigri á Gróttu í fyrsta leik dagsins í áttundu umferð. Valur voru búnir að tapa síðustu tveimur leikjum og voru hungraðir í sigur. Fór það svo að þeir unnu tveggja marka sigur, 30-28, á Seltjarnarnesi í dag. „Það er alltaf gaman að vinna, tilfinningin að vinna versnar aldrei og um það snérist leikurinn í dag við urðum bara að vinna einsog ég talaði um fyrir leik,” sagði Snorri ánægður og bætti við að hans menn vissu að þetta yrði ekki auðvelt. Valur spilaði frábæra vörn í upphafi seinni hálfleiks sem gerði Gróttu erfitt fyrir sóknarlega og gerðu þeir sitt fyrsta mark í seinni hálfleik þegar tæplega 9:30 mínúta var liðin. „Við byrjuðum leikinn í 5-1 vörn sem við erum óvanir en planið var alltaf að fara niður í 6-0 sem gekk og við þéttum raðirnar. Þó er ég smá pirraður að hafa hleypt þeim aftur inn í leikinn því við hefðum getað klárað þetta betur.” Markvarsla Vals í fyrri hálfleik var lítil sem enginn. Báðir markmenn Vals fengu að spreyta sig í fyrri hálfleik og varði Einar Baldvin tvo bolta á meðan Martin Nagy varði engann. „Ég tek það algjörlega á mig við vorum að prófa nýja hluti varnarlega sem bauð Gróttu upp á mikið af dauðafærum og því er ekki alveg hægt að skella skuldinni á markmennina tvo,” sagði Snorri um markvörslu fyrri hálfleiks. Valur er með marga góða leikmenn á meiðsla listanum hjá sér og er Snorri ekki bjartsýnn á að endurheimta þá leikmenn strax fyrir næsta leik. Snorri telur að Agnar Smári verði fyrstur til að koma til baka úr meiðslum en enginn af þeim sem eru meiddir eru byrjaðir að æfa og er því erfitt að segja til um þá. Alexander Júlíusson var í hlutverki línumanns lengi vel í leiknum sem er ekki hans aðal staða á vellinum. „Við erum þunnskipaðir á línunni því Þorgils Jón er meiddur, það mæðir mikið á Alexander og Tjörva sérstaklega varnarlega og verðum við að rúlla því,” sagði Snorri og bætti við að Alexander er vanur að leysa hinar ýmsu stöður. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna, tilfinningin að vinna versnar aldrei og um það snérist leikurinn í dag við urðum bara að vinna einsog ég talaði um fyrir leik,” sagði Snorri ánægður og bætti við að hans menn vissu að þetta yrði ekki auðvelt. Valur spilaði frábæra vörn í upphafi seinni hálfleiks sem gerði Gróttu erfitt fyrir sóknarlega og gerðu þeir sitt fyrsta mark í seinni hálfleik þegar tæplega 9:30 mínúta var liðin. „Við byrjuðum leikinn í 5-1 vörn sem við erum óvanir en planið var alltaf að fara niður í 6-0 sem gekk og við þéttum raðirnar. Þó er ég smá pirraður að hafa hleypt þeim aftur inn í leikinn því við hefðum getað klárað þetta betur.” Markvarsla Vals í fyrri hálfleik var lítil sem enginn. Báðir markmenn Vals fengu að spreyta sig í fyrri hálfleik og varði Einar Baldvin tvo bolta á meðan Martin Nagy varði engann. „Ég tek það algjörlega á mig við vorum að prófa nýja hluti varnarlega sem bauð Gróttu upp á mikið af dauðafærum og því er ekki alveg hægt að skella skuldinni á markmennina tvo,” sagði Snorri um markvörslu fyrri hálfleiks. Valur er með marga góða leikmenn á meiðsla listanum hjá sér og er Snorri ekki bjartsýnn á að endurheimta þá leikmenn strax fyrir næsta leik. Snorri telur að Agnar Smári verði fyrstur til að koma til baka úr meiðslum en enginn af þeim sem eru meiddir eru byrjaðir að æfa og er því erfitt að segja til um þá. Alexander Júlíusson var í hlutverki línumanns lengi vel í leiknum sem er ekki hans aðal staða á vellinum. „Við erum þunnskipaðir á línunni því Þorgils Jón er meiddur, það mæðir mikið á Alexander og Tjörva sérstaklega varnarlega og verðum við að rúlla því,” sagði Snorri og bætti við að Alexander er vanur að leysa hinar ýmsu stöður.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni