Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni Benedikt Grétarsson skrifar 7. febrúar 2021 21:51 Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur eftir tapið fyrir Haukum. vísir/hulda margrét „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira