Liverpool liðið hefur vissulega saknað portúgalska framherjans að undanförnu en lítið hefur gengið í sóknarleik ensku meistaranna. Hann hefur ekki spilað síðan 9. desember en hefur greinilega notað tímann í að bæta sig í tölvuheiminum.
Diogo Jota is now ranked No. 1 in the world on FUT Champions on PlayStation @brgaming
— B/R Football (@brfootball) February 6, 2021
He went 30-0 this weekend pic.twitter.com/Zoy4lBtkB6
Jota er nefnilega númer eitt í heiminum í FIFA leiknum í PlayStation og hefur unnið alla 30 leiki sína. Þar erum við að tala um heimslista í FIFA Ultimate Team Champions.
Síðasti fótboltaleikur Jota var í 1-1 jafntefli á móti danska félaginu FC Midtjylland í Meistaradeildinni. Síðan þá hefur Liverpool liðið aðeins unnið fjóra af fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum.
Diogo Jota er á sínu fyrsta tímabili með Liverpool og var búin að skora 9 mörk í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni áður en hann meiddist.
@DiogoJota18 pic.twitter.com/9EZaBsk3eq
— DiogoJota Esports (@diogojotaegames) February 6, 2021
„Síðan að pabbi minn gaf mér mína fyrstu PlayStation þegar ég var krakki þá hef ég haft ástríðu fyrir henni. Ég hef alltaf spilað fótboltaleiki á henni,“ sagði Diogo Jota í viðtali við The Athletic í desember.
Þegar hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni í apríl í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins þá vann Jota mót ensku úrvalsdeildarinnar í FIFA leiknum þar sem hvert lið tilnefndi einn leikmann. Hann var þá enn leikmaður Úlfanna og vann núverandi liðsfélaga sinn, Trent Alexander-Arnold, í úrslitaleiknum.