Alisson gerði sig sekan um tvenn slæm mistök sem leiddu til annars og þriðja marks City í leiknum á Anfield í gær. Liverpool tapaði, 1-4, og hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð.
„Við getum ekki falið þau eða talað í kringum þau. Við gáfum ekki marga möguleika, sérstaklega í fyrsta markinu,“ sagði Klopp um mistök Alissons.
„Í öðru markinu hitti hann boltann illa. Það er engin alvöru ástæða, kannski var honum kalt á fótunum. Það hljómar skringilega en kannski var það þannig. En það var samt möguleiki á að hreinsa boltann upp í stúku. Ali hefur margoft bjargað okkur en í dag gerði hann tvenn mistök. Svoleiðis er það.“
Liverpool er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjörutíu stig, tíu stigum á eftir toppliði City sem á leik til góða.