„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:48 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Félagi þeirra, sem sneri við úr þriðju búðum, segir óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur. Facebook „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“ Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“
Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04