Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:20 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag. Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag.
Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent