Notar höndina sem brotnaði mun meira Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 16:00 Valgarð Reinhardsson náði sögulegum árangri á EM í Glasgow 2018. Getty/Dan Istitene Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri. Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira